Dýrahald

Á Suðurnesjum eru í gildi sérstakar samþykktir um hunda- og kattahald. Eigendur hunda og katta skulu afla sér leyfis hjá embættinu fyrir hvert dýr í þeirra umsjá. Eigendum dýranna ber að hlýta þeim samþykktum sem í gildi eru.

Hundaeigendum er sérstaklega bent á að lausaganga hunda er bönnuð. Heilbrigðiseftirlitið sér um að fanga lausa hunda og taka við lausum hundum sem lögregla og aðrir fanga. Hundaeigandi ber þann kostnað sem af þessu hlýst. Föngunargjald er 9.500 kr. ef laus hundur er fangaður af starfsmanni heilbrigðiseftirlitsins. Einnig leggst á umsýslugjald sem svarar til hálfs tímagjalds sbr. gjaldskrá HES, 8.670 kr. Ef geyma þarf hundinn leggjast við 3.750 kr. geymslugjald fyrir hvern byrjaðan dag sem hundurinn er í geymslu.