Hollusta

Upplýsingar og umsóknir

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur eftirlit með hollustuháttum og öryggismálum í samræmi við reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Undir eftirlitið fellur ýmis konar þjónusta við almenning svo sem íþróttahús, sundstaðir, skólar, leikskólar, snyrtistofur, nuddstofur, líkamsræktarstöðvar, fangelsi, gististaðir. Rekstur slíkra fyrirtækja er starfsleyfis- og eftirlitsskyldur.

Sækja ber um starfsleyfi til embættisins á sérstöku eyðublaði.

Umhverfisstofnun heldur úti fræðsluvef um hollustuhátta- og öryggismál.