Matvæli

Upplýsingar og umsóknir

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur eftirlit með framleiðslu og dreifingu matvæla í samræmi við lög nr. 93/1995 um matvæli. Undir eftirlitið fellur öll framleiðsla og dreifing matvæla, að frátalinni fiskframleiðslu til útflutnings og framleiðsla og innflutningur sláturafurða.

Eftirlit embættisins nær til veitingahúsa, skyndibitastaða, mötuneyta, kaffihúsa, kráa, söluturna, matvöruverslana, matvöruframleiðenda, brauðgerða, heildverslana með matvæli og sambærilegra fyrirtækja. Rekstur slíkra fyrirtækja er starfsleyfis- og eftirlitsskyldur.

Sækja ber um starfsleyfi til embættisins á sérstöku eyðublaði.

Matvælastofnun heldur úti fræðsluvef um matvælaeftirlit.

Hér má nálgast má upplýsingar um lög og reglugerðir á matvælasviði.

Helstu atriðin í eldhúsinu.