Fundir 2019

 

277. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ fimmtudaginn 16. maí 2019, kl. 16.00.

Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Jóhann Snorri Sigurbergsson, fulltrúi Reykjanesbæjar, Jóhann Friðrik Friðriksson, fulltrúi Reykjanesbæjar, Inga Rut Hlöðversdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkur og, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Sonja Hrund Steinarsdóttir, Stefán B. Ólafsson, Helgi Haraldsson og Ásmundur E. Þorkelsson.  Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.

Dagskrá:

1. Starfsleyfi

2. Umgengni á lóðum / númerslausir bílar 

3. Innkallanir á matvælum

4. Ársreikningur 2018

5. Næsti fundur heilbrigðisnefndar

6. Önnur mál

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Starfsleyfi.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

 • Kökulist ehf., kt. 650308-0420, Fitjum, 260 Reykjanesbæ til að reka bakarí. 
 • Modular ehf., kt. 560113-0480, Fornuvör 7, 240 Grindavík til að reka heildsölu án lagers. 
 • Landhelgissgæsla Íslands, kt. 710169-5869, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka vatnsveitu (dreifikerfi fyrir neysluvatn á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli).

Eftirtöldum er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími leyfa er 12 ár.

 • TSP ehf., kt. 570106-0900, Tjarnargata 2, 230 Reykjanesbæ tannlæknastofu/tannréttingar.
 • Ásbrú fasteignir ehf. – Andrews theater, kt. 541216-2190, Grænásbraut 700, 262 Reykjanesbæ til að reka samkomuhús.
 • Tannlæknastofa Kristínar, kt. 550502-7040, Hafnargata 45, 230 Reykjanesbæ til að reka tannlæknastofu.
 • Tannlæknastofa Guðmundar Pálssonar, kt. 011164-4209, Víkurbraut 62, 240 Grindavík til að reka tannlæknastofu.
 • TF-HOT ehf., kt. 460716-0550, Keilisbraut 747, 262 Reykjanesbæ til að reka stærra gistiheimili.
 • Reykjanesbær, kt. 470794-2169, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ til að reka íþróttahús að Smiðjuvöllum 5.
 • Fótaaðgerðastofa Freydísar, kt. 280773-3609, Austurvegi 5, 240 Grindavík til að reka fótaaðgerðastofu.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfis er 12 ár, nema annað sé tekið fram.

 • Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., kt. 590269-4099, Sjávargötu 6-12, 260 Reykjanesbæ til reksturs skipasmíðastöðvar. 
 • Permoco ehf., kt. 640418-2060, Bolafæti 15, 230 Reykjanesbæ til reksturs á fiskvinnslu.
 • Nesfiskur ehf., kt. 410786-1179, Gerðavegi 32, 250 Garði til reksturs á fiskvinnslu.  Málinu frestað þar sem ekki hafa borist svör við fyrirspurnum embættisins um ráðagerðir félagsins.

Tímabundin starfsleyfi.

 • Jarðboranir hf., kt. 590286-1419, Hlíðarsmára 3, 201 Kópavogi til jarðborunar við Reykjanesvirkjun.

2. Umgengni á lóðum / númerslausir bílar. 

Vinna við þennan málaflokk hófst í mars og búið er að veita um 150 aðvaranir vegna númerslausra bíla.  Tekið hefur verið á móti 45 ábendingum frá borgurum.  Vinna við undirbúning lóðahreinsana er hafin og nokkrir aðilar þegar fengið óformleg tilmæli um úrbætur.

3. Innkallanir á matvælum.

Farið var yfir tildrög og eðli þriggja innkallana á matvælum sem gerðar hafa verið að undirlagi embættisins á þessu ári.

4. Ársreikningur 2018.

Framkvæmdastjóri kynnti ársreikning nýliðins árs.  Ársreikningurinn var samþykktur og staðfestur af nefndarmönnum.

5. Næsti fundur heilbrigðisnefndar.

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja felur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að gefa út starfsleyfi til starfsleyfisskyldra aðila, að uppfylltum skilyrðum á milli funda nefndarinnar.  Listi yfir þessar leyfisveitingar skal lagður fram á næsta fund nefndarinnar til kynningar.  Meti eftirlitið mál svo að leyfisveiting orki tvímælis á einhvern hátt skal leyfisveiting bíða næsta fundar nefndarinnar.

6. Önnur mál

Reifað var mál íbúa í Suðurnesjabæ þar sem kvartað er undan lausagangi katta í sveitarfélaginu; skemmdir í görðum, tjóni á fuglalífi, ónæði og sú hætta þegar köttur álpast inn á heimili einstaklings sem haldinn er kattaofnæmi.  Starfsmönnum var falið að ræða við eiganda kattarins og tilkynna málshefjanda um það.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:00.

 

276. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ fimmtudaginn 27. febrúar 2019, kl. 16.00.

Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Hanna Björg Konráðsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Ingvi Hákonarson, fulltrúi Reykjanesbæjar, Inga Rut Hlöðversdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkur og, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Sonja Hrund Steinarsdóttir, Stefán B. Ólafsson og Ásmundur E. Þorkelsson.  Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn

Dagskrá:

1. Starfsleyfi.

2. Kynning á úrskurði ÚUA vegna Nesfisks.

3. Ráðning í starf heilbrigðisfulltrúa.

4. Önnur mál.

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Starfsleyfi.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

 • Dagar hf., kt. 460999-2439, Grænásbraut 619, 262 Reykjanesbæ til að reka veitingahús með útseldan mat.
 • Bláa Lónið Heilsuvörur ehf., kt. 671296-2819, Norðurljósavegi 5, 241 Grindavík til að framleiða matarsalt, fæðubótarefni úr jarðsjó og te. 
 • Arctic Sea Minerals ehf., kt. 540612-1960, Grænásbraut 506, 262 Reykjanesbæ til að framleiða matarsalt.
 • Faxafang ehf., kt. 520517-0140, Hafnargötu 39, 230 Reykjanesbæ til að reka veitingahús með útseldan mat.
 • Skólamatur ehf., kt. 590107-0690, Iðavöllum 1, 230 Reykjanesbæ til að reka framleiðslueldhús.
 • Landhelgissgæsla Íslands, kt. 710169-5869, 235 Keflavíkurflugvelli er hér með veitt starfsleyfi til að reka vatnsveitu (dreifikerfi fyrir neysluvatn á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli).

Eftirtöldum er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími leyfa er 12 ár.

 • Fótaaðgerðastofu Eyrúnar, kt. 010489-2379, Hafnargötu 45, 230 Reykjanesbæ til að reka fótaaðgerðastofu.
 • Keilir Aviation Academy ehf., kt. 671108-0190, Keilisbraut 778, Reykjanesbæ til að reka verknám á framhaldsskólastigi.  

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfis er 12 ár, nema annað sé tekið fram.

 • Borgarplast hf., kt. 510671-0159, Grænásbraut 501, 262 Reykjanesbæ til að reka framleiðslu á umbúðum og einangrun úr EPS frauðplasti og tengd starfsemi. 
 • Löður ehf., kt. 580912-0280, Hafnargötu 86, 230 Reykjanesbæ til að reka bílaþvottastöð.

2. Kynning á úrskurði ÚUA vegna Nesfisks.

Farið var yfir efni og niðurstöður úrskurðar 89/2018.

3. Ráðning heilbrigðisfulltrúa.

Starfsmenn HES viku af fundi. Heilbrigðisnefnd samþykkir að ráða Jón Trausta Jónsson, kt. 251176-3379, í stöðu heilbrigðisfulltrúa. 

4. Önnur mál.

Lagður var fram til kynningar viðauki við ráðningasamning framkvæmdastjóra. Formanni nefndarinnar falið að ganga frá samningnum. 

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:00.

 

275. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ fimmtudaginn 24. janúar 2019, kl. 16.00.

Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Hanna Björg Konráðsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Ingvi Hákonarson, fulltrúi Reykjanesbæjar, Inga Rut Hlöðversdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkur og Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ríkharður F. Friðriksson, Stefán B. Ólafsson og Ásmundur E. Þorkelsson.

Dagskrá:

1. Kynning á niðurstöðum innri úttektar Matvælastofnunar á Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

2. Kynntur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

3. Sýnatökuáætlun vegna neysluvatnssýna 2019.

4. Samþykki fyrir frárennslislausn Hafrannsóknarstofnunar við Stað í Grindavík.

5. Starfsleyfi.

6. Önnur mál.

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Kynning á niðurstöðum innri úttektar Matvælastofnunar á Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

Farið var yfir helstu niðurstöður í drögum að skýrslu vegna úttektarinnar.  Að þessu tilefni felur nefndin framkvæmdastjóra að koma á framfæri við ráðherra athugasemdum vegna þeirrar lagalegu óvissu sem ríkir þegar ekki er samhljómur milli sveitarstjórna og heilbrigðinefnda varðandi legu vatnsverndarsvæða.

2. Kynntur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Farið var yfir málsatvik og niðurstöðu í máli 118/2018.

3. Sýnatökuáætlun vegna neysluvatnssýna 2019.

Sýnatökuáætlunin var kynnt.  Skjalið hefur verið borið undir Matvælastofnun.  Nefndin samþykkir áætlunin fyrir sitt leyti.

4. Samþykki fyrir frárennslislausn Hafrannsóknarstofnunar við Stað í Grindavík.

Hafrannsóknarstofnun óskar eftir samþykki heilbrigðisnefndar Suðurnesja á að fráveita fiskeldisins sé fullnægjandi á grundvelli 7. liðs 9. gr. reglugerðar um fráveitu og skólp. Á grundvelli fyrirliggjandi umsagnar Umhverfisstofnunar, dags. 27. júní 2013, og erindi stofnunarinnar 27. nóvember 2018 metur heilbrigðisnefnd Suðurnesja fráveituna fullnægjandi.

5. Starfsleyfi.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

 • Samkaup hf., kt. 571298-3769, Tjarnabraut 24, 260 Reykjanesbæ til að reka matvöruverslun án vinnslu.
 • Leikskólinn Hjallatún, kt. 470794-3169, Vallarbraut 20, 260 Reykjanesbæ til að reka leikskóla með fullbúnu eldhúsi. (Endurnýjun).
 • Leikskólinn Tjarnarsel, kt. 470794-2169, Tjarnargötu 19, 230 Reykjanesbæ til að reka leikskóla með fullbúnu eldhúsi. (Endurnýjun).

Eftirtöldum er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími leyfa er 12 ár.

 • Fyrsta babtista kirkjan, kt. 560486-1389, Fitjar 4, 260 Reykjanesbæ til að reka kirkju og safnaðarheimili.
 • BH-Muninn, kt. 560185-0499, Mánagrund, 230 Reykjanesbæ til að reka félagsheimili.
 • Helena Bjarnadóttir, kt. 180283-5019, Austurgötu 10, 230 Reykjanesbæ er hér með veitt starfsleyfi til að reka minna gistiheimili. 

6. Önnur mál

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan  17:10